Hólmar Örn Rúnarsson er ekki þekktur fyrir það að skora mörk en hann komst á blað í dag.
Hólmar spilar með Levski Sofia í Búlgaríu sem mætti Dunav Ruse í efstu deild þar í landi.
Levski er eitt besta lið Búlgaríu og er í öðru sæti deildarinnar á eftir aðeins Ludogorets.
Hólmar skoraði annað mark liðsins í 2-0 sigri en hann spilaði allan leikinn.