Aurelio de Laurentiis, eigandi Napoli, var alls ekki sáttur í gær eftir 2-2 jafntefli við Atalanta.
Undir lok leiksins vildi Napoli fá vítaspyrnu en fékk ekki og var Carlo Ancelotti, stjóri liðsins, einnig rekinn upp í stúku.
De Laurentiis kennir dómaranum um jafnteflið en Atalanta jafnaði metin í leiknum undir lokin.
,,Ef það væri ekki fyrir okkur þá væru dómararnir að sjá um kartöflurnar,“ sagði De Laurentiis.
,,Ef VAR er til staðar þá er tilgangslaust að hafa átta mínútur í uppbótartíma því það eina sem gerist er að menn eru að ýta hvorum öðrum og öskra.“
,,Hvaða fíflalæti voru þetta hjá dómaranum að sparka herramanni eins og Ancelotti út? Við höfum fengið nóg. Við erum orðnir þreyttir á þessari dómgæslu.“