Það eru fáir jafn góðir í því að skora mörk og Cristiano Ronaldo, stjarna Juventus á Ítalíu.
Ronaldo hefur lengi verið einn besti markaskorari heims en hann raðaði inn mörkunum með Real Madrid.
Sonur hans, Ronaldo yngri, er einnig að spila fótbolta en hann leikur með U9 ára liði Juventus.
Hann hefur farið á kostum með því liði og virðist stefnan vera á að feta í fótspor pabba síns.
Strákurinn hefur skorað 58 mörk í 28 leikjum og lagt upp önnur 18 á liðsfélaga sem er sturluð tölfræði.
Hann er að sjálfsögðu í einkakennsku hjá pabba sínum og er með allt sem hann þarf til að gerast magnaður leikmaður.
Cristiano Ronaldo Junior for Juventus U-9:
✅28 games
⚽️58 goals
?️18 assistsLike father, like son. pic.twitter.com/P8wINLpwXR
— FootballTalentScout (@FTalentScout) 30 October 2019