Derby ætlar að rifta samningi sínum við Richard Keogh, fyrirliða félagsns ef hann tekur ekki á sig launalækkun.
Keogh var farþegi í bíl, þegar Mason Bennett og Tom Lawrence leikmenn Derby sem voru undir stýri, dauðadrukkni. Þeir voru að koma úr gleðskap með leikmönnum Derby. Keogh var farþegi í bíl Lawrence sem lenti í hörðum árekstri.
Keogh, fyrirliði Derby fór verst út úr atvikinu en hann sat aftur í Range Rover bifreið, Lawrence. Hann er brákaður á hendi og alvarlega meiddur á hné. Nú hefur verið greint frá því að Keogh verði frá í 15 mánuði.
Keogh þénar 25 þúsund pund á viku hjá Derby, félagið hefur boðið honum að vera áfram. Taki hann á sig gríðarlega launalækkun, hann fær tvær vikur til að svara. Ef hann tekur ekki tilboði Derby, ætlar félagið að reka hann.