Hector Bellerin var í byrjunarliði Arsenal í kvöld sem spilar við Liverpool í enska deildarbikarnum.
Búið er að flauta fyrri hálfleikinn af á Anfield en Arsenal er með 3-2 forystu.
Fyrir leik þá aðstoðaði Bellerin ungan strák sem gerði sig tilbúinn að fylgja stjörnunum inn á völlinn.
Stráknum var verulega kalt í leikmannagöngunum og tók Bellerin eftir því.
Bakvörðurinn fann úlpu fyrir þann unga og sá til þess að hann gæti hitað sig áður en gengið var út.
Þetta má sjá hér.