Alvaro Morata, leikmaður Atletico Madrid, er ekkert að pæla í eigin markaskorun eftir 1-1 jafntefli við Alaves í gær.
Morata skoraði eina mark leiksins í gær og var hann ekki sáttur þrátt fyrir að hafa komið boltanum í netið.
,,Ef ég væri alltaf að hugsa um sjálfan mig þá væri ég að spila í tennis,“ sagði Morata.
,,Ég er alveg eins svekktur og aðrir í búningseklefanum. Við fengum okkar tækifæri en nýttum þau ekki.“
,,Við misstum af tveimur stigum en við vitum að önnur lið þurfa að fara í eins erfið útiverkefni.“