Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var brosandi í kvöld eftir ótrúlegan 5-5 leik við Arsenal í deildarbikarnum.
Venjulegum leiktíma lauk með 5-5 jafntefli en Liverpool hafði svo betur í vítakeppni.
,,Ég elskaði þetta, nánast hverja einustu sekúndu. Við gerðum mistök þegar þeir skoruðu og sendingarnar voru undir meðallagi,“ sagði Klopp.
,,Við gætum talað um leikplan en hverjum er ekki sama? Ég vildi að strákarnir myndu eiga leik sem þeir muna eftir.“
,,Það er nákvæmlega það sem gerðist. Fólk segir að við tökum þessari keppni ekki alvarlega en það er ekki rétt.“
,,Við þurftum að gera breytingar í þessum leik og við treystum þessum strákum.“