Derby County á Englandi hefur ákveðið að losa sig við varnarmanninn Richard Keogh.
Keogh var lengi fyrirliði Derby en hann spilaði eitt sinn með Víkingi Reykjavík í efstu deild hér heima.
Þessi 33 ára gamli leikmaður meiddist illa fyrr á árinu en hann var þá farþegi í bíl Tom Lawerence.
Lawrence var drukkinn undir stýri og klessti bifreiðina en hann keyrði með Keogh og Mason Bennett í bílnum.
Keogh er sá eini sem hefur verið rekinn frá félaginu eftir að hafa slitið ksorrband og verður hann frá keppni í meira en ár eftir aðgerð.
Hann er mun eldri en hinir tveir sem munu líklega halda starfi sínu hjá félaginu.