Marcus Rashford skoraði stórbrotið mark í enska deildarbikarnum gegn Chelsea í kvöld.
Chelsea jafnaði metin í 1-1 í seinni hálfleik en Michy Batshuayi skoraði þá með góðu skoti fyrir utan teig.
Rashford fékk svo tækifæri á að skora annað mark United úr aukaspyrnu langt fyrir utan teig.
Hann lét vaða í átt að marki Chelsea og smellhitti boltann sem endaði í markinu. Það reyndist sigurmark leiksins.
Markið minnti verulega á aukaspyrnu Cristiano Ronaldo sem hann skoraði fyrir United gegn Portsmouth á sínum tíma.
Victor Lindelof, liðsfélagi Rashford, setti í kjölfarið inn skemmtilega Twitter-færslu sem má sjá hér.
Sure I’ve seen that somewhere before… ? pic.twitter.com/BtD16wIJQJ
— Victor Lindelöf (@vlindelof) 30 October 2019