Mesut Özil fékk óvænt tækifæri í byrjunarliði Arsenal í kvöld sem mætti Liverpool.
Özil hefur nánast ekkert spilað á tímabilinu byrjaði er Arsenal gerði 5-5 jafntefli við Liverpool í deildarbikarnum.
Hann stóð sig með prýði á miðju vallarins og var Unai Emery ánægður með hans framlag í kvöld.
,,Já við vorum ánægðir með hans endurkomu. Hann hjálpaði okkur með gæðum og með góðum anda,“ sagði Emery.
,,Nú í næstu leikjum þá getum við haft einn auka gæðaleikmann. Það var planið að skipta honum útaf, við vorum búnir að tala um það.“