Liverpool 5-5 Arsenal
1-0 Shkodran Mustafi(sjálfsmark, 6′)
1-1 Lucas Torreira(19′)
1-2 Gabriel Martinelli(26′)
1-3 Gabriel Martinelli(36′)
2-3 James Milner(43′)
2-4 Ainsley Maitland-Niles(54′)
3-4 Alex Oxlade-Chamberlain(58′)
4-4 Divock Origi(62′)
4-5 Josh Willock(70′)
5-5 Divock Origi(95′)
Það fór fram hreint út sagt ótrúlegur leikur í enska deildarbikarnum í kvöld er Liverpool fékk Arsenal í heimsókn.
Það var boðið upp á einn skemmtilegasta leik ársins en Liverpool fer áfram í 8-liða úrslitin eftir vítaspyrnukeppni.
Bæði lið skoruðu heil fimm mörk í venjulegum leiktíma og var einbeitt sér að því að sækja frekar en að verjast!
Fjölmörg frábær mörk voru skoruð í viðureigninni og við mælum með að þeir sem misstu af leiknum kíki á þau.
Liverpool verður því í pottinum á eftir þegar dregið verður í næstu umferð – Arsenal er úr leik.