

Það er alltaf stutt i hinn enska „banter“ þegar Jamie Carragher og Gary Neville ræða hvorn annan, þeir eru samstarfsfélagar á Sky.
Carragher segir heppnina hafa verið með Neville á ferli sínum, þar lék hann undir stjórn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United.
,,Ég kunni aldrei vel við Neville, hann var sigurvegari. Frábær leikmaður, mjög heppinn að hafa spilað undir stjórn Sir Alex Ferguson,“ sagði Carragher.
Hann skaut svo fast á Neville. ,,Allir þessir gömlu United menn, gleyma því oft að þeir unnu aldrei neitt án Sir Alex. Ekki með Englandi eða Valencia,“ sagði Carragher og átti þar við hörmulega stjóratíð Neville á Spáni.
,,Manchester United hrundi þegar Sir Alex fór, þeir voru heppnir að hafa hann í öll þessi ár. Það hefði hver sem er getað unnið titla undir hans stjórn.“