Zlatan Ibrahimovic virðist vera á leið í spænsku úrvalsdeildina ef marka má skilaboð hans á samfélagsmiðlun.
Framherjinn var með skiaboð á Instagram síðu sinni sem erfitt er að lesa í, framherjinn er að verða samningslaus hjá LA Galaxy.
Zlatan hefur átt magnaðan feril en hann lék áður með Barcelona, ólíklegt er að hann fari þangað.
,,Hola Espania! Vitið þið hvað? Ég er að koma aftur,“ sagði Zlatan á Instagram en ekki hefur komið fram hvaða lið hann er að ræða við.
Zlatan hefur verið einn besti framherji í heimi um langt skeið og virðist eiga talsvert eftir á tanknum.