Giorgio Chiellini, leikmaður Juventus, er byrjaður að undirbúa það að skórnir séu á leið í hilluna.
Chiellini er 35 ára gamall en hann hefur lengi verið einn besti varnarmaður heims.
Hann er þó kominn á seinni ár ferilsins og ætlar aðeins að spila í tvö ár í viðbót.
,,Ég mun spila í tvö ár til viðbótar – ekki meira en það,“ sagði Chiellini.
,,Svo vil ég taka að mér starf í stjórninni eða sem þjálfari. Ég er mjög rólegur því ég held að stærstu mistök fótboltamanna séu að halda að ferillinn sé búinn um leið.“