

Gareth Bale gæti loks farið frá Real Madrid í janúar en Shanghai Shenuha í Kína vill fá hann. Marca fjallar um málið.
Bale var á barmi þess að fara til félagsins í sumar en Real Madrid fór að hækka verðmiðann þegar allt virtist vera að ganga í gegn.
Marca segir að Bale geti farið frítt til Shanghai í janúar, félagið vill losna við hann af launaskrá. Bale þénar meira en 2 milljónir punda á mánuði.
Samband Bale við Zinedine Zidane er aftur komið í vesen, kantmaðurinn var settur úr hópnum á dögunum. Við það var Bale óhress.
Lengi hefur verið vitað að Zidane hefur lítið álit á Bale sem er oft meiddur, hann gæti haldið sömu launum í Kína og það heillar hann.
Bale er þrítugur en skrefið til Kína virðist það eina í stöðunni, önnur lið vilja ekki borga honum þessi laun.