Romelu Lukaku hefur staðið sig vel á Ítalíu en hann samdi við lið Inter Milan í sumar.
Lukaku var áður hjá Everton og Manchester United og var þekktur fyrir það að skora mörk.
Hann er nú með sjö mörk í tíu deildarleikjum fyrir Inter sem er ansi góður árangur.
Belginn skoraði mjög gott mark í kvöld gegn Brescia og kom Inter í 2-0 á útivelli.
Antonio Conte, stjóri Inter, var gríðarlega ánægður með sinn mann eins og sjá má hér!