Ryan Giggs, goðsögn Manchester United, telur að Ole Gunnar Solskjær viti hvað liðinu vantar í janúar.
United hefur ekki þótt vera nógu sannfærandi á þessu tímabili og vill Giggs fá inn leikmann sem getur búið til fleiri færi.
,,Við þurfum að fá inn gæðiþ Þeir þurfa skapandi leikmann. Það er engin tilviljun að þeirra bestu frammistöður komi gegn góðum liðum,“ sagði Giggs.
,,Það er erfiðara að brjóta minni liðin niður. Okkur vantar meira skapandi leikmann og ég held að Ole viti það.“
,Hann fékk inn þrjá leikmenn sem eru að gera vel. Hans kaup hingað til hafa gengið upp.“