Lionel Messi, einn besti leikmaður sögunnar, hefur nefnt þann framherja sem hann var mest hrifinn af á ævinni.
Messi er talinn vera einn allra besti leikmaður sögunnar og af mörgum talinn sá besti sem hefur verið uppi.
Hann nefnir Ronaldo Nazario, eða brasilíska Ronaldo, sem besta framherja allra tíma.
,,Ég vel Ronaldo. Hann var framúrskarandi,“ sagði Messi í samtali við TyC sports.
,,Af öllum framherjum sem ég hef séð, þá bara hann sá besti. Hann var ótrúlegur.“