Mikael Nikulásson var í kvöld ráðinn þjálfari Njarðvíkur til tveggja ára. Skrifað var undir saninginn á Bílaútsölunni nú í kvöld.
Njarðvík féll úr 1. deildinni í sumar og Rafn Markús lét af störfum eftir tímabilið, Mikael tekur við starfinu af honum.
Mikael hefur verið mikið í umræðunni síðasta árið, hann hefur verið sérfræðingur í hinum vinsæla þætti, Dr. Football.
Mikael var lengi vel í þjálfun en hefur ekki verið í starfi frá því að Augnablik, þá í 3. deild lét hann fara árið 2013.
Mikael stýrði liði Núma í 3. deildinni hér á árum áður og þá stýrði hann liði ÍH frá 2006 til 2010, með góðum árangri.