Guðjón Þórðarson er líklega hættur sem þjálfari NSÍ Runavík, þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun. Hann hefur sagt upp samningi sínum.
Þar greinir Guðjón frá því að hann hafi látið af störfum eftir eitt ár með félagið.
,,Það bendir fátt til þess að ég verði áfram, ég tók upp viðræður við formanninn. Sem ég hef átt gott samstarf við, eins og staðan er í dag er ekki útlit fyrir að ég verði áfram. Mig langaði til að prófa þetta, sjá hvernig myndi ganga. Ég keyrði á gamaldags aðferðafræði, æfðum þéttingsfast og vorum í formi. Skoruðum flest mörk í deildinni, vantaði upp á varnarleikinn,“ sagði Guðjón í þættinum.
,,Ég sagði upp samningum, ég á ekki von á öðru tilboði frá þeim. Ég er að leita mér að vinnu.“
Guðjón endaði með liðið í þriðja sæti deildarinnar, sem var flottur árangur í endurkomu Guðjóns í þjálfun. Liðið náði Evrópusæti.
Guðjón hafði ekki þjálfað í sjö ár þegar hann snéri aftur til Færeyja og sannaði ágæti sitt.
Fá störf eru eftir á Íslandi sem Guðjón gæti hlaupið í, óvíst er því hvaða skref hann tekur.