Ítalska blaðið Corriere dello Sport, fullyrðir að Cristiano Ronaldo hafi unnið sinn sjötta Gullknött á ferlinum.
Ballon d’Or eru virtustu verðlaun sem knattspyrnumaður getur fengið sem einstaklingur, blaðið segir að Ronaldo hafi unnið verðlaunin og vitnar til hittings Ronaldo við blaðamenn France Football.
France Football sérum að veita verðlaunin en Ronaldo er á forsíðu blaðsins núna. Corriere dello Sport, segir að aðeins sé um að ræða lítinn hluta af því viðtali sem var tekið.
Hinn hlutinn birtist í byrjun desember þegar greint verður frá því að Ronaldo sé besti knattspyrnumaður heims í sjötta sinn.
Ronaldo átti í raun ekkert frábært ár á sinn mælikvarða en flestir hafa talið að Virgil van Dijk, myndi vinna verðlaunin.
Ronaldo og Lionel Messi hafa báðir unnið Gullknöttinn fimm sinnum en ef marka má þessa frétt, þá er Ronaldo að taka forystu.