fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Er Rashford fórnarlamb eigin ágætis? – Kemur vel út í samanburði við þá allra bestu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. október 2019 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford, skoraði sitt fimmtugasta mark í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Frábært afrek fyrir 21 árs gamlan leikmann, þrátt fyrir það má hann þola mikla gagnrýni. Hann er í raun fórnarlamb eigin ágætis.

Rashford hefur spilað meira sem fremsti maður í ár, frammistaða hans gegn Norwich um helgina sannaði hins vegar að hann er betri sem kantmaður í þriggja manna framlínu. Hann skoraði og lagði upp.

Ef aðeins er hlustað á stuðningsmenn United, mætti halda að Rashford væri vonlaus. Þegar mörk og stoðsendingar eru skoðaðar, er Rashford á pari við Mo Salah og Raheem Sterling á þessu tímabili, hann hefur komið að fleiri mörkum en Harry Kane og Sadio Mane. Samt er talað um eins og hann geti, ekkert.

Rashford hefur verið í aðalliði United í tæp fjögur ár, fólk gleymir því oft hversu ungur hann er. Aðeins 21 árs gamall.

Samanburður við Ronaldo
Daily Mail fjallar ítarlega um mál Rashford og ber hann saman við einn besta leikmann allra tíma, Cristiano Ronaldo. Hann varð að stjörnu hjá Manchester United, hann fékk að gera sín mistök og fékk ekki sömu gagnrýni og Rashford, á sínum yngri árum..

Rashford skoraði fimmtíu mörk fyrir United, í færri leikjum en Ronaldo gerði það. Ronaldo spiaði vissulega meira úti á kanti en liðið sem Ronaldo var í, var mikið mun sterkari en þau sem Rashford hefur verið í. Í tíð Ronaldo var United besta lið Englands, það er langur vegur frá hjá Rashford.

Rashford fær samt ekki sömu þolinmæði og Ronaldo fékk, Ronaldo fékk að gera sín mistök og enginn átti von á því að hann bæri liðið uppi ungur að árum.

Ferill Rashford í tölum
Leikir: 183
Mörk: 50
Stoðsendingar: 29
Mínútur: 11,457

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Græðir þú á leik Íslands?

Græðir þú á leik Íslands?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“
433Sport
Í gær

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Í gær

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu