Arsenal íhugar að hringja í Leeds United þessa stundina og vill fá framherjann Eddy Nketiah til baka.
Nketiah var lánaður til Leeds í sumarglugganum en hann er 20 ára gamall sóknarmaður.
Hann hefur þó verið í varahlutverki á tímabilinu þrátt fyrir að hafa skorað fjögur mörk í fyrstu sex leikjunum.
Nketiah hefur þó aðeins skorað eitt mark síðan þann 15. september og hefur aldrei byrjað leik í næst efstu deild.
Arsenal er óánægt með hversu lítið Nketiah fær að spila og íhugar að kalla hann til baka.
Félagið á möguleika á að fá leikmanninn aftur um leið og verður fróðlegt að sjá hvað gerist.