Unai Emery, stjóri Arsenal, vildi mikið frá Fabinho, leikmann Liverpool, er sá síðarnefndi var hjá Monaco.
Emery staðfesti þetta í gær en hann var áður þjálfari Paris Saint-Germain og reyndi einnig að fá miðjumanninn þangað.
Það tók Fabinho dágóðan tíma að venjast ensku úrvalsdeildinni og vill Spánverjinn sjá það sama gerast með Nicolas Pepe.
,,Pepe þarf tíma til að aðlagast úrvalsdeildinni. Sem dæmi, í Frakklandi þá var ég mjög hrifinn af Fabinho,“ sagði Emery.
,,Hann var hjá Monaco og ég vildi fá hann til PSG. Þegar ég kom til Arsenal þá var hann á óskalistanum en hann ákvað að fara til Liverpool.“
,,Fyrstu sex mánuðina þá spilaði hann ekki, hann var að aðlagast. Nú er hann magnaður og ég vil það sama með Pepe.“