Garth Crooks, sérfræðingur BBC, segir að hann hafi haft rangt fyrir sér varðandi miðjumanninn Scott McTominay.
McTominay fékk gagnrýni frá Crooks fyrr á tímabilinu en hann skildi ekki af hverju miðjumaðurinn var í svo miklu uppáhaldi hjá Ole Gunnar Solskjær.
Hann hefur nú ákveðið að draga þau ummæli til baka eftir flottar frammistöður undanfarið.
,,Ég hef horft mikið á þennan strák síðustu vikur og skildi ekki af hverju Solskjær notaði hann svo mikið,“ sagði Crooks.
,,Hann hleypur mikið og er svo sannarlega ekki hræddur við að láta finna fyrir sér – en leikmaður Manchester United?“
,,Hann var frábær gegn Liverpool og nú eftir spilamennskuna gegn Norwich komst hann í lið helgarinnar hjá mér.“
,,Hann er líka nógu gáfaður að blanda sér ekki í vítaspyrnusamkeppni United. Ég held að ég hafi dæmt hann vitlaust.“