Það fór fram Íslendingaslagur í Svíþjóð í kvöld er stórlið Malmö og AIK áttust við í efstu deild.
Bæði lið eru að berjast á toppnum en Malmö lyfti sér upp í annað sæti deildarinnar með sigri í kvöld.
Tveir Íslendingar voru í byrjunarliðunum og annar þeirra komst á blað.
Arnór Ingvi Traustason skoraði annað mark Malmö í 2-0 heimasigri en hann lék allan leikinn.
Mark Arnórs má sjá hér.
Markið hjá Arnóri Ingva í kvöld. pic.twitter.com/k1CvdY0fAY
— Íslendingavaktin (@Islendingavakt) 28 October 2019