Besiktas í Tyrklandi er búið að fá nóg af markverðinum Loris Karius samkvæmt fregnum þar í landi.
Karius hefur undanfarið eitt og hálft ár verið aðalmarkvörður Besiktas en hann er í láni frá Liverpool.
Stjórn Besiktas leitar nú að nýjum markverði eftir afar dapra byrjun á tímabilinu.
Besktas er með 12 stig eftir níu leiki og hefur liðinu aðeins tekist að vinna þrjá af þeim.
Félagið vill senda Karius til baka til Liverpool en hann gerði tveggja ára lánssamning sumarið 2018.