fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Jón Páll nýr þjálfari Víkings Ó.

Victor Pálsson
Mánudaginn 28. október 2019 16:55

Jón Páll þegar hann tók við Víkingi Ólafsvík í upphafi árs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Páll Pálmason hefur verið ráðinn næsti þjálfari Víkings Ó. í knattspyrnu.

Jón Páll er 37 ára gamall Hafnfirðingur sem undanfarin 6 ár hefur þjálfað í Noregi. Fyrst þjálfaði hann Klepp í norsku úrvalsdeild kvenna áður en hann tók við karlaliði Stord. Áður hafði hann einnig þjálfað karlalið Hattar í 2.deildinni og Fylki í Pepsideild kvenna. Þá hefur hann einnig mikla reynslu úr þjálfun yngri flokka.

Jón Páll gerir 3 ára samning við Víking Ó. og mun samhliða starfi meistaraflokksþjálfara gegna stöðu yfirþjálfara yngri flokka hjá UMF Víkingi/Reyni.

„Ég er þakklátur fyrir að vera treyst fyrir því verkefni að stýra Víkingi í Inkassodeildinni. Ég hlakka til að flytja heim til Íslands og við munum vinna hart að því að smíða saman mjög gott lið í Ólafsvík,“ sagði Jón Páll við undirritunina í dag.

Jóhann Pétursson, formaður meistaraflokks Víkings Ó, hafði þetta að segja: „Við í stjórn Víkings erum fullir tilhlökkunar að fá Jón Pál til okkar. Hann er þjálfari sem kemur með reynslu og kraft í okkar klúbb. Við væntum mikils af komandi samstarfi við Jón Pál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami