Jón Dagur Þorsteinsson komst á blað í dag fyrir lið Aarhus sem mætti FCK í Danmörku.
Aarhus þurfti því miður að sætta sig við 1-2 tap heima en FCK er eitt sterkasta lið dönsku deildarinnar.
Dame N’Doye, fyrrum leikmaður Sunderland, skoraði bæði mörk FCK sem komst í 2-0.
Jón Dagur skoraði mark fyrir heimamenn á 56. mínútu en það dugði ekki til.
Aarhus er í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig en hefur tapað þremur leikjum í röð.