Íslenska U17 landsliðið er úr leik í undankeppni EM eftir leik við Armeníu í riðlakeppninni.
Ísland var án stiga eftir fyrstu tvo leikina en liðið tapaði naumlega gegn bæði Skotum og Króötum.
Leikið var gegn Armeníu í Skotlandi en þeir höfðu betur með einu marki gegn engu.
Strákarnir eru án stiga á botni riðilsins eftir síðasta leikinn og með markatöluna 3:6.