Sokratis, varnarmaður Arsenal, var ansi pirraður í gær eftir 2-2 jafntefli við Crystal Palace.
Grikkinn skoraði fyrsta mark leiksins og virtist hafa skorað sigurmark undir lokin til að tryggja 3-2 sigur.
VAR ákvað þó að dæma brot á Calum Chambers og er Sokratis gríðarlega óánægður með þann dóm.
,,Í deild eins og ensku úrvalsdeildinni, bestu deild heims, þá þarf að nota VAR betur,“ sagði Sokratis.
,,Í síðustu viku þá áttum við að á víti, þeir notuðu ekki VAR og við töpum leiknum. Í þessari viku þá skoruðum við löglegt mark.“
,,Ég hef horft á þetta aftur og Calum gerði ekkert vitlaust. Við töpuðum þremur stigum.“