Matteo Guendouzi, leikmaður Arsenal, hefur tjáð sig um umdeilt brot í leik gegn Crystal Palace í gær.
Undir lok leiksins reyndi Palace að sækja á Arsenal en Guendouzi ákvað að henda sér á Wilfried Zaha, leikmann gestaliðsins.
Brotið minnti á eitthvað sem fólk sér í rúgbí en Frakkinn segir að hann hafi ekki haft marga kosti í stöðunni.
,,Ég þurfti að brjóta á Zaha, annars er hann komin einn gegn markinu,“ sagði Guendouzi.
,,Ég var síðasti varnarmaðurinn en ég er langt frá markinu, ég þurfti að gera þetta.“