

Southampton varð ég algjörlega til skammar í ensku úrvalsdeildinni á föstudag er liðið mætti Leicester. Southampton missti mann af velli eftir 12 mínútur í stöðunni 1-0 fyrir Leicester en Ryan Bertrand fékk þá rautt spjald.
Eftir það fór allt úrskeiðis hjá heimamönnum sem fengu átta mörk á sig til viðbótar í 0-9 tapi. Ayoze Perez skoraði þrennu í sigri Leicester sem og Jamie Vardy, framherji liðsins.
Leicester er nú með 20 stig en leikmenn Southampton eru í veseni.
Allir leikmenn Southampton og þjálfarateymi hafa ákveðið að gefa laun sín frá föstudeginum, til góðgermála. Með því vilja þeir iðrast, frammistaðan var slík að enginn á að fá greitt fyrir hana. Um er að ræða talsverða upphæð enda knattspyrnumenn á Englandi með afar há laun.