Fabio Quagliarella, framherji Sampdoria þarf ekki lengur að óttast eltihrellir sem angraði hann í fimm ár. Sá hefur verið dæmdur í fangelsi.
Raffaele Piccolo, sem var lögreglumaður fékk í dag fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að hrella Quagliarella í fimm ár. Hann komst í kynni við Quagliarella, með því að vera í starfi lögreglumanns.
Hann fór að senda honum bréf undir nafnleynd, að Quagliarella væri að misnota börn, væri í eiturlyfjahring og tengdur mafíunni á Ítalíu.
Piccolo mætti svo til Quagliarella sem þá lék með Napoli og sagðist hjálpa honum með málið. Quagliarella var ekki sá eini sem Piccolo var að áreita. Málið hefur lengi verið í rannsókn en það var faðir, Quagliarella sem fór að gruna að Piccolo væri að senda bréfin.
,,Hann angraði mig í fimm ár, ég veit ekki hvað honum gekk til. Hann var lögreglumaður og vegna þess þá treysti ég honum,“ sagði Quagliarella.
,,Þetta byrjaði á vandræðum með lykilorð, sem hann lagaði. Svo fór ég að fá bréf með myndum af nöktum konum, hann sagði mig áreita börn kynferðislega. AÐ ég væri að vinna með mafíunni og flytja inn eiturlyf. Að ég væri að hagræða úrslitum.“
,,Faðir minn fékk hótanir og því var hótað að húsið mitt yrði sprengt.“
Quagliarella hefur leikið fjölda leikja fyrir ítalska landsliðið og er þjóðþekktur á Ítalíu.