Franck Ribery, kantmaður Fiorentina hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann eftir hegðun sína um helgina.
Ribery var brjálaður eftir 2-1 tap gegn Lazio í gær í Seriu A. Kantmaðurinn hefur verið öflugur fyrir sitt nýja lið.
Ciro Immobile skoraði umdeilt sigurmark fyrir Lazio undir lok leiksins og var Frakkinn ósáttur.
Ribery fór að bögga línuvörðinn eftir leik og ýtti tvisvar í hann, hann fékk rautt spjald.
Hann hefur nú verið dæmdur í þriggja leikja bann og var einnig sektaður um 20 þúsund pund.