Harry Redknapp, fyrrum stjóri í enska boltanum þurfti að bruna á sjúkrahús eftir að hafa verið í beinni í sjónvarpi. Heyrnatól sem sett er í eyra á fólki í sjónvarpi, festist í Redknapp.
Hann hafði verið í beinni útsendingu hjá BT Sport yfir leik Brighton og Tottenham.
Þegar taka átti heyrnatólið úr eyra Redknapp, þá brotnaði það og festist hluti þess í eyra hans.
,,Ég kom inn og þetta var sett í mig, svo þegar það átti að taka það. Þá festist það,“ sagði Redknapp.
,,Þeir reyndu að taka það út en það fór bara lengra inn, ég endaði á spítala.“
,,Þetta fór út á endanum.“