Það fór fram Íslendingaslagur í Svíþjóð í kvöld er stórlið Malmö og AIK áttust við í efstu deild.
Bæði lið eru að berjast á toppnum en Malmö lyfti sér upp í annað sæti deildarinnar með sigri í kvöld.
Tveir Íslendingar voru í byrjunarliðunum og annar þeirra komst á blað.
Arnór Ingvi Traustason skoraði annað mark Malmö í 2-0 heimasigri en hann lék allan leikinn.
Kolbeinn Sigþórsson var einnig í byrjunarliði AIK og spilaði allar mínúturnar.