Ian Wright, goðsögn Arsenal, hefur gefið í skyn að hann vilji sjá Unai Emery yfirgefa félagið.
Wright var spurður út í það gær hvort hann myndi vilja halda Emery eða stjörnunni Mesut Özil.
Özil fær ekkert að spila undir stjórn Emery þessa stundina og er Wright óánægður með það.
,,Vonandi verður Özil lengur þarna. Hann hefur sagt að hann vilji ekki fara svo ég kýs Özil,“ sagði Wright.
,,Ég er mjög vonsvikinn með að Özil sé ekki í hópnum því þegar þú horfir á skapandi leikmenn Arsenal, þeir eru ekki til staðar.“