Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, sá sína menn vinna góðan 3-1 útisigur á Norwich í dag.
United hefði þó getað skorað fleiri mörk en þeir Marcus Rashford og Anthony Martial klikkuðu á vítaspyrnum.
Solskjær segir að fyrra vítið hafi ekki verið réttur dómur en telur þó að báðar spyrnurnar hafi átt að vera endurteknar.
,,Það var frábært að horfa á þetta á köflum, þeir voru með meira frelsi til að tjá sig og sjálfstraustið varð meira því sem leið á leikinn,“ sagði Solskjær.
,,Þegar þeir taka gabbhreyfingu og spila eins og þeir geta spilað þá er gaman að fylgjast með þeim.“
,,Þetta mun lagast og lagast. Það er frábært að fá Anthony til baka. Hann hefur verið frá í átta vikur og Daniel og Marcus hafa staðið sig vel í hans fjarveru.“
,,Ég vil ekki tala of mikið um VAR en ég er ósammála fyrri vítasyrnudómnum en báðar áttu þó að vera endurteknar. Markvörðurinn er kominn meter frá línunni.“