Það er lægð hjá Arsenal þessa stundina en spilamennska liðsins hefur ekki verið sannfærandi undanfarið.
Arsenal spilaði við Crystal Palace í úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Arsenal komst í 2-0 á heimavelli en tapaði niður þeirri forystu og þurfti að sætta sig við aðeins eitt stig.
Það voru læti fyrir utan Emirates völlinn eftir leik en það var bæði slegist og rifist.
Stuðningsmenn Arsenal rifust sín á milli og ein af stjörnum Arsenal Fan TV lét til sín taka.
Hann heitir DT og mætir reglulega í viðtöl eftir leiki en yfir milljón manns fylgja Youtube rásinni.
Myndband af þessu má sjá hér.
AFTV is gonna be lit tonight pic.twitter.com/dk8huPESB1
— ✨ (@ozil10_afc) 27 October 2019