Granit Xhaka, leikmaður Arsenal, var tekinn af velli í dag er liðið spilaði við Crystal Palace.
Xhaka var fórnað í seinni hálfleik í stöðunni 2-2 en Arsenal reyndi að setja meira púður í sóknina.
Það gekk þó ekki alveg eftir en fleiri mörk voru ekki skoruð og fær Arsenal eitt stig á heimavelli.
Það var baulað hressilega á Xhaka sem gekk af velli í dag og sagði hann stuðningsmönnum í kjölfarið að fara til fjandans.
Ekki nóg með það heldur þá reif hann sig einnig úr treyjunni. Hann á að vera fyrirliði liðsins.
Þetta má sjá hér.
Xhaka being subbed off pic.twitter.com/VIQsnhFBoC
— Matt (@MGH) 27 October 2019
f