Daniel Farke, stjóri Norwich, reyndi að fá Daniel James til félagsins frá Swansea í sumar.
Farke ræddi við leikmanninn áður en Manchester United tók upp símann og tryggði sér þjónustu vængmannsins.
,,Ég hef alltaf verið aðdáandi hans og ég reyndi að sjá hvort við gætum unnið saman,“ sagði Farke.
,,Því miður þá hringdi Manchester United og þá var enginn möguleik fyrir Norwich að fá leikmanninn.“
,,Það kemur mér ekki á óvart að hann sé í lykilhlutverki svo snemma. Hann er afar mikilvægur.“