Wayne Rooney, goðsögn Manchester United, er á leið aftur til Englands eftir stutt stopp í Bandaríkjunum.
Rooney tók skrefið til Bandaríkjanna í fyrra en hann gerði þá samning við DC United.
Derby County hefur þó tryggt sér þjónustu leikmannsins sem kemur aftur til Englands í janúar.
Nú er greint frá því að sonur Rooney, Kai, muni á sama tíma ganga í raðir Manchester City.
Það er ekki vinsælt hjá stuðningsmönnum United enda mikill rígur á milli þessara liða í Manchester borg.
Kai er níu ára gamall og stefnir á að gerast atvinnumaður líkt og pabbi sinn.