Bæði Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson voru í eldlínunni í Rússlandi í dag.
Þeir leika með CSKA Moskvu þar í landi en liðið mætti Dynamo Moskvu í grannaslag í 14. umferð.
Okkar menn léku allan leikinn í dag en CSKA þurfti að sætta sig við óvænt 1-0 tap á heimavelli.
Ögmundur Kristinsson lagði þá upp mark fyrir lið AEL Larissa sem spilar í grísku úrvalsdeildinni.
Ögmundur lagði upp annað mark Larissa í 2-1 sigri á Panathinaokos sem lyfti liðinu í sjötta sæti.