Lionel Messi, leikmaður Barcelona, viðurkennir að það sé ólíklegt að hann upplifi drauminn að spila fyrir Newell’s Old Boys.
Það var lið Messi er hann var krakki áður en Barcelona tryggði hans þjónustu á unglingsárunum.
Messi er sáttur með lífið í Barcelona og er ekki viss um að það henti hans fjölskyldu að flytja heim.
,,Ég hef alltaf sagt það að ég vilji ekki fara héðan og hef aldrei hugsað um það,“ sagði Messi.
,,Það var draumur að spila fyrir Newell’s í Argentínu en ég veit ekki hvort að það muni gerast, ég á fjölskyldu sem skiptir öllu máli.“
,,Það hefur alltaf verið minn draumur síðan ég var lítill en ég á þrjú börn og bý á stað sem hefur gert allt fyrir mig. Hér geta börnin átt frábæra framtíð.“