Liverpool vann stórleikinn á Englandi í kvöld en liðið mætti Tottenham á Anfield.
Ballið byrjaði snemma en Harry Kane kom Tottenham yfir eftir aðeins eina mínútu og staðan 0-1.
Þeir Trent Alexander-Arnold og Mo Salah skoruðu hins vegar í seinni hálfleik fyrir heimamenn sem unnu að lokum, 2-1.
Það voru tvö vítaspyrnuklúður í leik Norwich og Manchester United en spilað var á Carrow Road.
Anthony Martial og Marcus Rashford klikkuðu báðir á víti í 3-1 sigri United en komust einnig á blað.
Arsenal klúðraði þá niður 2-0 forystu á heimavelli gegn Crystal Palace en leiknum lauk, 2-2.
Liverpool 2-1 Tottenham
0-1 Harry Kane(1′)
1-1 Jordan Henderson(52′)
2-1 Mo Salah(víti, 75′)
Norwich 1-3 Manchester United
0-1 Scott McTominay(21′)
0-2 Marcus Rashford(30′)
0-3 Anthony Martial(73′)
1-3 Onel Hernandez(89′)
Arsenal 2-2 Crystal Palace
1-0 Sokratis(7′)
2-0 David Luiz(9′)
2-1 Luka Milivojevic(32)
2-2 Jordan Ayew(52′)