Newcastle 1-1 Wolves
1-0 Jamaal Lascelles(37′)
1-1 Jonny(73′)
Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en leikið var á St. James’ Park í Newcastle.
Wolves heimsótti þá Newcastle í 10. umferð en bæði lið þurftu að sætta sig við eitt stig að þessu sinni.
Jamaal Lascelles kom Newcastle yfir á 37. mínútu og var liðið yfir eftir fyrri hálfleikinn.
Bakvörðurinn Jonny tryggði Wolves þó stig í seinni hálfleik áður en Sean Longstaff var rekinn af velli hjá heimamönnum í 1-1 jafntefli.