Massimiliano Allegri, fyrrum stjóri Juventus, hefur hafnað Manchester United nokkrum sinnum.
Frá þessu greinir Francisco Aguilar en hann er fyrrum leikmaður Real Madrid.
Allegri bíður eftir símtalinu frá Real og vill fara þangað frekar en að reyna fyrir sér á Englandi.
United hefur reynt að fá Allegri í stjórastólinn en hann náði áður frábærum árangri með Juventus.
Zinedine Zidane er valtur í sessi hjá Real og þykir Allegri vera ofarlega á óskalista yfir arftaka hans.