Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur varað sína leikmenn við eftir 3-0 sigur á Aston Villa í gær.
Guardiola og félagar unnu 3-0 sigur á Villa Park en öll mörk liðsins komu í seinni hálfleik.
Hann var hundfúll með frammistöðuna í fyrri hálfleik og segir það minna á lið í fallbaráttu.
,,Ef við spilum eins og við gerðum í fyrri hálfleik þá verðum við í fallsæti, langt frá toppsætinu,“ sagði Guardiola.
,,Það er mín skoðun. Ekki bara á þessu tímabili helur alltaf. Við spiluðum fótbolta en ekki eins og við eigum að gera.“