Manchester United skoraði þrjú mörk í dag í leik gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni.
United vann 3-1 útisigur en hefði getað skorað fleiri mörk – Anthony Martial og Marcus Rashford klikkuðu báðir á vítaspyrnum.
United er nú fyrsta liðið í sögunni til að skora 2000 mörk í úrvalsdeildinni sem er magnaður árangur.
Það eru 14 ár síðan Cristiano Ronaldo skoraði mark númer 1000 fyrir United en hann var þá tvítugur.
Dimitar Berbatov skoraði mark númer 1500 sex árum síðar en Scott McTominay gerði svo mark númer 2000.